Kláfur - kennileiti og segull
Hugmyndir um kláf á Eyrarfjall eru ekki nýjar af nálinni, en sögur herma að hugmyndin hafi fyrst komið frá Hannibal Validmarssyni, þingmanni kjördæmisins. Síðan þá hafa ýmsir aðilar verið viðrinið verkefnið, haldið því á lífi og ýtt áfram. Kláfur frá Ísafirði upp á topp Eyrarfjalls verður kennileiti og segul sem dregur að sér ferðafólk, býr til skemmtilega upplifun og möguleika til frekari þróunar.

Kláfur upp á Eyrarfjall verður lyftistöng
Kláfur upp á Eyrarfjall verður fyrsti kláfur sinnar tegundar á landinu. Hann opnar ekki einungis einstakt útsýni yfir firðina og fjöllin heldur gera áætlanir ráð fyrir veitingastað á toppnum.
Þá er unnið í samstarfi við ýmsa aðila að athugunum og þróun á áhugaverðum útvistar- og afþreyingarmöguleikum á fjallinu í tengslum við kláfinn.
Kláfurinn og starfsemi í kringum hann mun skapa störf, bæði tímabundin við uppbyggingu, árstíðatengd og heilsársstörf.
Samstarfsaðilar
Við vinnum með reynslumiklum aðilum á sínu sviði. Efla verkfræðistofa og Arkiteo vinna með okkur að hönnun og þróun, og Rorum vinnur mat á umhverfisáhrifum.

Forsagan
Langlíf hugmynd komin á skrið
Sögur herma að hugmynd um kláf á Eyrarfjall hafi fyrst komið frá Hannibal Valdimarssyni, fyrrum þingmanni og ráðherra. Síðar tóku Úlfar og Úlfur - oft kenndir við Hamraborg - hugmyndina upp og þróuðu áfram. Síðar kom Gissur Skarphéðinsson að verkefninu og leiðir það í dag.
Mat á umhverfisáhrifum
Sjá feril máls hjá Skipulagsstofnun
Skipulagsbreytingar
Sjá feril máls hjá Skipulagsstofnun:
Gögn og upplýsingar
