Gissur og Úlfur frá Eyrarkláfi á ráðstefnu í Innsbruck
- kh7675
- Jun 2, 2025
- 1 min read
Gissur Skarphéðinsson og Úlfur Þór Úlfarsson voru fulltrúar Eyrarkláfs á Interalpin sem er leiðandi ráðstefna á sviði fjallatækni (e. alpine technologies).
Þar hittu þeir fyrir og áttu góða fundi með framleiðendum kláfa og annarrar tækni sem tengist afþreyingu í fjalllendi, sem og þjónustuaðilum á sviði vinnukláfa- og vinnulyfta. Vinnulyftur eru góð leið við framkvæmdir á erfiðum svæðum sem hafa lítil langvarandi áhrif á umhverfi og ásýnd.

Ferðin á sýninguna er liður í undirbúningsferli kláfsins, en þar hittum við fyrir alla helstu framleiðendur og áttum góð og uppbyggilega samtöl við þá um verkefnið.


Comments