Góð mæting á líflegum íbúafundi um kláf á Eyrarfjall
- kh7675
- Jul 9, 2025
- 1 min read
Þriðjudaginn 8 júlí efndi Eyrarkláfur ehf. til íbúafundar um kláf á Eyrarfjall, en félagið bauð sérstaklega íbúum Hlíðavegs og Hjallavegi. Eyrarkláfur leggur höfuðáherslu á náið og gott samtal við íbúa um uppbyggingu á þessu spennandi verkefni.
Á fundinum kynntu Gissur Skarphéðinsson, Úlfur Úlfarsson, Þorsteinn Másson og Kristinn Hróbjartsson frá Eyrarkláfi tilurð, framtíðarsýn og stöðu verkefnisins. Í kjölfarið spunnust upp líflegar og góðar umræður. Fundargestir veltu upp spurningum tengdum m.a. aðgengi, rútum og bílastæðum. Eyrarkláfur mun vinna úr þeim athugasemdum og ábendingum sem komu fram með það að markmiði að tryggja bestu mögulegu útkomu fyrir verkefnið og íbúa.
Eyrarkláfur hyggur á fleiri íbúafundi á næstu misserum til að tryggja gott samtal við íbúa svæðisins.


Comments